mánudagur, ágúst 8

i wonder if i take you home..will u still b in love?

ohnonono dont mess with my heart....

Helgin búin með djammi á Sirkus með Örnu og Animu og stelpudjammi á Kaffibarnum, fínasta helgi með engri tilheyrandi þynnku, eða allavega alveg í lágmarki. Ég fór að sjálfsögðu á Geipræd með "konunni", gott framtak hjá samkynhneigðum, það verð ég nú bara að segja. Ótrúlegt hvað ég hitti marga niðri í bæ, það voru bara allir hinsegin og að fíla það..hmmm...Stelpan var heit á djamminu eins og fyrri daginn... Ég verð nú bara að tjá mig í fullri hreinskilni og einlægni um eitt mál, sko ég skil bara ekki fólk nú í ágúst! ÞÚ LÍTUR SVO VELLLLL ÚT.....okey, takk fyrir það,ég er líka bara nokkuð hress,pínu brún og vel fóðruð en hérna....VAR ÉG ALVEG HRÆÐILEG??!!! hvernig stendur á því að ég á rosa mikið af góðum vinkonum sem hika ekki við að benda mér á hor í nefi,óplokkaðar augabrúnir og hvíta bólu og kannski aðeins of þröngar buxur EN geta ekki sagt, Sigga mín, þú ert nú svoldið tussuleg,hvernig væri að skreppa í ljós og litun og smá megrun?(hljomar kjánaleg,ég veit) Ekki misskilja mig yfir að finnast ég Ungfrú heimur og e-ð ohhhh ég er svooooo sæt.....rosalega gaman að heyra að ég líti vel út og sé svaka sæt og kannski að ég hafi grennst smá (ekki samt segja mér það í sundi,það er kjánalegt) EN ALLIR eru sammála því að ég og Hófí séum systur... Ég vil ekki fá komment um að ég sé EKKI sæt en þetta er bara svo skrýtið!!
allt í einu er ég hot stuff og einhverjir gaurar eru að blikka mig og smsa mig og ég hef ekki einu sinni áhuga....
AHA!
þarna er svarið!
ÉG HEF EKKI ÁHUGA -I AM JUST NOT THAT INTO YOU-
ÉG ER SPENNANDI ÞVÍ ÉG ER ÁHUGLAUS...
þetta er pæling gott fólk! Þetta helvítis,-þú-finnur-hann-þegar-þú-ert-ekki-að-leita- bull reynist bara vera satt NEMA ég vil bara ekkert finna hann þó að "hann" virðist ólmur vilja láta finna sig.... loksins loksins eftir "smá" frústríasjón vetursins yfir karlmannsleysi þá er ég bara nokkuð hress með að vera Fröken Sigga, "einstæðingurinn". Bara nokkuð róleg. Ekkert stress. Ég segi ekki að ef Hr.æðislegur labbi framhjá mér í renndri hettupeysu með soja latte eða kamillu&grænt te labbi framhjá mér og blikki að ég blikki ekki tilbaka..ég bara fer ekki strax að velta fyrir mér hvernig hann lítur út í 3-parta jakkafötum og hvort hann sé til í að borða með mér heilsumat og kannski fara að bakpokast um Indland og koma í jólaboðið hjá ömmu og vera hnittinn og segja sögur og hlæja að mínum....NEINEI ekkert svoleiðis hér..
Þess vegna lít ég vel út.
Ég er ekki "stráka-stressuð", nýr sjúkdómur sem er að leggjast á okkur kvenfólkið eftir of margar ég er ekki tilbúinn í samband ræður frá annars gáfuðum mönnum sem vita samt ekkert í sinn haus þegar að það kemur að stelpunni sem væri pörfect fyrir þá. Þessi nýji streitu sjúkdómur mun koma í greiningarhefti sálfræðinga von bráðar, DSM IV.
Ég hef ekki áhyggjur hvort hann hringi,hvenær hann hringi,ég eyði ekki tímanum í að horfa á símann,ég er ekki með ónota tilfinningu í maganum,ég er ekki leið,ég er ekki svooo glöð að ég gleymi að borða sem er plús því að þá grennist ég líka,ég er ekki að spá í hvort ég sé nógu sæt -ég er svaka sæt,það segja það allir!-
þannig að já, engar stráka stress bólur, bara venjulegar túr-drakk-of-mikið-kók bólur..engir baugar því ég horfði svo mikið á símann og samdi 15 sms sem ég sendi EKKI-ég var bar að djamma og svaf lítið-....engir risa símareikningar og heitur heili sem fór í að kryfja málin með stelpunum....

þannig að já,stelpan er bara nokkuð hress...alls ekki bitur eða neitt þannig, bara RÓLEG...hlakka til að fara að búa ein í næstu viku, hlakka til að fara á fund hjá Daða í KB Banka, hlakka til að fara að ráðast í annað ár í skólanum, hlakka til IKEA ferðar... ég bara hlakka til. Þetta er búið að vera yndislegt sumar með fólkinu sem skiptir mig mestu máli í lífinu, fjölskyldunni,extended, og stelpunum mínum, ásamt því að heyra önnur tungumál og sjá nýja staði og kynnast nýju fólki....

eftir að hafa séð Extreme makeover:house edition þá fer ég að tala eins og Ty ógeðið og segja að ég sé blessed....one happy monkey over here :)
ég HATA broskalla á blogg síðum en ég leyfi stundum einn og einn í blogginu mínu.

Gæsun hjá Söru vinkonu á laugardaginn, saumaklúbbur hjá Krissu á föstudaginn, Anima á miðvikudaginn og fundur með Daða á morgun, massa vika framundan!

alltaf verða þessir pistlar mínir lengri og lengri, afsakið það.

aftast er lítil rödd farin að hvísla að mér að ég viti hvað ég eigi að gera við verðbréfin mín og næsta sumar....hin röddin segir hátt og snjallt; neibbs,ekki tilbúin...röddin hvíslar tilbaka að þetta sé málið,vantar bara smá hugrekki..þ við sjáum til...kannski tek ég bara fund með andra mínum og þórunni stellu..og jafnvel frænku hennar elsu sem er ofur klár...hmmm.... kannski verður stelpan komin með nafnspjald næsta sumar,hver veit?

um helgina sagðist ég vera femínisti,hroki við útlenska karlmenn sem koma til íslands fyrir dirty weekend,stuðningsmaður Vöku,mótmælandi kárahnjúkavirkjunar og LÍN og aðdáandi Dan Brown og næsti Dr.Phil....

nú kveð ég....
svona í einlægni, stundum held ég að ég verði lögð með fyrsta strætó inn á klepp, en nei, þið 8 sem lesið bloggið mitt kommentið og minnið mig á að ég er bara smá spes, ekkert alvarlegt...

-girls just wanna have fun-
pís át man
siggadögg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

-that´s all they really want...
-some fun...
-when the working day is done...
-oh, girls just want to have fun...

Cindy Lauper hitti naglann algjörlega á höfuðið...

Kúdós fyrir besta bloggið í bænum.

Kv.Andri Ólafsson

Sigga Dögg sagði...

andri pandri, takk fyrir það ;)
-phone rings in the middle of the night....

Nafnlaus sagði...

þú ert sátt og ert ekki að leita að : íbúð, skóla, ferð til útlanda, hvað þú ætlir að gera í vetur og strákum.....þess vegna ertu farin að blómstra eins og sú blómarós sem þú ert og þess vegna ertu svona sæt.
Love KJ

Mia sagði...

Þú hefur nú bara alltaf verið ofsalega sæt... úú, listen to me, ég missti af Gay Pride, tek þetta út núna...